Í fyrstu grein 100 m, voru rúmar 5 m/sek í mótvind og sú grein gerði í raun út um vonir Jónasar að bæta sig í tugþrautinni. Jónas hljóp 100 m á 12.27 sek, stökk 6.71 m í langstökki, kastaði 11.98 m í kúluvarpinu, stökk 1.83 m í hástökki og hljóp á 54.52 sek í 400 m. Jónas hljóp 110 m gr á 16.16 sek , bætti sig í kringlukasti kastaði 40,25 m , stökk 3,70 m í stöng , kastaði 46.78 m í spjótkasti og hljóp 1500 m á 4:42.07 mín og bætti sig þar. Jónas hlaut 6.350 stig og ætti að geta farið í 6.800 stig þegar aðstæður eru betri eða minni vindur.