Þórey er farin ásamt hinum þremur til að keppa í heimsmeistaramótinu í frjálsíþróttum, sem fer fram í Edmonton í Kanada 3. til 12. ágúst. Þórey hélt af landi brott í gær ásamt þjálfara sínum Kristjáni Gissurarsyni.

En aðrir keppendur eru hinn stangarstökkvarinn Vala Flosadóttir, hástökkvarinn Einar Karl Hjartarson og tugþrautamaðurinn Jón Arnar Magnússon en hann fer að vísu ekki út fyrr en eftir viku. Þórey, Vala og Einar Karl verða í æfingabúðum í Kanada fram að keppni. Þar sem Þórey mun æfa undir stjórn Kristjáns Gissurarsonar en hann var einn fremsti stangarstökkvari Íslands hér áður fyrr og margfaldur heimsmethafi í öldungarflokki.