Styrkurinn var í formi ferðatölvu sem kemur sér vel í námi hennar í USA. Í staðinn fær Margmiðlun afnot af Þórey í auglýsingar fyrir fyrirtækið. Einnig getur komið til frekari umbunar fyrir stelpuna ef hún stendur sig vel á stórmótum. Samningurinn nær fram yfir ólympíuleikana í Aþenu þar sem mikils er vænst af henni.