Keppnin byggist á því að hver flokkur sendi þrjá af fyrstu sex frambjóðendum til keppni. Hlaupnir verða tvö hundruð metrar eins og hjá 5 ára börnunumog fá fyrstu tíu keppendurnir stig, fyrsti 10, annar 9, og svo frv. niður í 1 stig.

Verðlaun verða fyrir fyrsta sæti. Gaman verður að sjá hvort úrslit hlaupsins verða í samræmi við úrslit kosninganna.

Úrslit mótsins verða síðan birt á frjalsar.is.

Bæjarstjórnarhlaupið fer fram, eins og áður hefur komið fram, sumardaginn fyrsta (25 apríl) á Víðistaðatúninu og hefst klukkan 13:15. En fyrsta hlaup hefst klukkan 13:00. Nú þegar hafa þrír af fjórum flokkum boðað komu sína í hlaupið.