Ég er búin að keppa smá, ákvað að prófa grindina… en ætlaði ekkert að segja neinum það fyrr en ég væri orðin sátt við tímann minn, en maður getur víst ekki leynt öllu fyrir blaðamönnum…

En jæja ég hljóp 400 grind í fyrsta skiptið í Flórída um daginn, og fannst æðisleg gaman, brosti hálfa leiðina og hljóp á 60.64

2 vikum seinna hljóp ég aftur grindina og hljóp alveg hræðilega og hljóp á 60.78… en ég er að vinna í tækninni, týni henni stundum eftir ½ hlaup… en þetta er allt að koma…

Þá má ekki gleyma því að Silja hljóp síðan grindina á 60.32 sek um síðustu helgiþannig að þetta er allt að koma hjá henni.