4. Coca-Cola mót FH verður haldið í Kaplakrika 12. júlí 2002.

Mótið verður haldið í Kaplakrikanum þann 12. júlí (föstudaginn). Skráningarfrestur er til fimmtudags 11. júlí kl. 16:00, skráningar berist Sigurði Haraldssyni, siggih@hafnarfjordur.is eða siggi@frjalsar.is Skráningargjald er krónur 1000 á grein.

Coca-Cola mótaröðin er stigakeppni og verða haldin fimm mót. Reiknast fjögur bestu mót einstaklings til stiga óháð greinum og stigin reiknuð samkvæmt ungversku stigakeppninni.Stigahæstu karlar og konur fá mjög vegleg verðlaun.

Vífilfell og SS gefa keppendum, starfsmönnum og áhorfendum grillaðar pylsur, Coca Cola og Aqvarius að drekka.Búast má við góðri keppni í mörgum greinum.

Tímaseðill

Kl: 18:00 Stangarstökk konur, þrístökk konur

Kl. 18:30 Kringlukast konur, hástökk konur

Kl. 18:40 Langstökk karlar

Kl: 19:00 Spjótkast karlar

kl: 19:10 800 m hlaup karlar

kl. 19:20 800 m hlaup konur

Kl: 19:30 100 m hlaup karlar

Kl: 19:40 100 m hl. konur

Kl: 19:50 3000 m hindrunarhlaup karlar

Kl: 20:00 Sleggjukast konur

Kl: 20:10 200 m hlaup karlar

Kl: 20:20 200 m hlaup konur