Um helgina fór fram Gogga mótið í Mosfellsbæ. Við fórum með um það bil 40 krakka og stóðu þau sig hreint frábærlega ogljóst er að framtíðin er björt hjá okkur FH-ingum ef þau æfa samviskusamlega næstu árin. Hér getur að líta helstu afrek krakkannaokkar en heildarúrslitin eru undir linkinum úrslit móta.

Adam Freysson (litli bróðir hans Óla Tómasar) sigraði í öllum sínum greinum í flokki polla 5-8 ára, 60m, langstökki og boltakasti og það sem meira er hannsetti Goggamet í öllum greinunum.

Steinunn Arna Atladóttir sigraði einnig í öllum sínum greinum í flokki pæja 5-8 ára og var ekki langt frá Goggametunum.

Guðmundur Björn Guðnason varð 4 í 60m hlaupi í pollaflokknum og 5 í boltakasti.

Í pæjuflokknum varð Andrea Helgadóttir 5. í 60m hlaupi og Ína Björk Jóhannsdóttir varð 3. í boltakasti.

Í flokki hnáta 9-10 ára varð Heiður Ósk Eggertsdóttir 5. í 60m hlaupi, 3. í 600m og 3. í langstökki. Í sama flokki varð HeiðdísRún Guðmundsdóttir 3. í boltakasti og boðhlaupssveitin þeirra varð í 2. sæti en hún var skipuð Alexöndru, Heiðdís, Kareni og Heiði.

Í hnokkaflokknum 9-10 ára sigraði Matthías Daviðsson í 600m hlaupi, varð annar í 60m, 3. í boltakasti og 4.í langstökki. Í sama flokki sigraði Jökull Brynjarssoní boltakasti, varð 5. í langstökki, 6.í 60m hlaupi og 6. í 600m hlaupi.

Pálmar Gíslason varð 5.í 60m og 6. í boltakastinu í hnokkaflokknum og boðhlaupssveitin þeirra varð í 1.sæti en hún var skipuð þeimJökli, Birni, Pálmari og Matthíasi.

Í flokki stráka 11-12 ára sigraði Sindri Sigurðsson í kúluvarpi, varð 3. í 800m hlaupi, 2. í spjótkasti og 3. í stangarstökki, einnig komst hann í undanúrslit í 60m hlaupi. Bogi Eggertsson sigraði í stangarstökki og varð 3. í spjótkasti. Gísli Halldórsson komst í´undanúrslit í 60m hlaupiog boðhlupassveitin hjá strákunum varð í 3. sæti en hún var skipuð þeim Boga, Elíasi, Sindra og Gísla.

Í telpnaflokki 13-14 ára varð komust 3 telpur í úrslitin í 80m grindarhlaupi þær Sólveig Margrét Kristjánsdóttir, Díana Hrund Gunnarsdóttir og Svanhvít Júlíusdóttir en hún endaði í 3. sæti í hlaupinu. Svanhvít varð einnig 5. í hástökki og 3. í langstökki en Ásthildur Erlingsdóttir varð þar fimmta.Assa Sólveig Jónsdóttir komst í úrslit í spjótkasti og endaði í 8. sæti en Linda Guðrún Sigurðardóttir varð í því níunda.Í 100m hlaupinu komust 3 FH telpur í undanúrslit þær Ásthildur Erlingsdóttir, Díana Hrund Gunnardóttir og Eva Hrönn Árelíusdóttir en húnfór svo alla leið í úrslit og endaði í 4. sæti. Boðhlaupsveitirnar tvær náðu síðan mjög góðum árangri þar sem A-sveitin sigraði eftir æsispennandi hlaupen sveitin var skipuð þeim Evu, Svanhvíti, Ásthildi og Díönu. B-sveitin varð í 7. sæti þrátt fyrir forföll og 3 misheppnaðar skiptingar af 3 mögulegum. Sveitinaskipuðu þær Erna Ómarsdóttir, Sólveig Margrét, Iðunn Arnardóttir og Linda Guðrún.

Í piltaflokki varð Orri Páll Vilhjálmsson 6. í kúluvarpi, 9.í spjótkasti og hann fór í úrslit í 100m hlaupi og náði 6.sæti.

Í heildina náðu strákarnir 11-12 ára 3. sæti í stigakeppninni og sama árangri náðu telpurnar 13-14 ára. FH endaði svo í 4. sæti í heildarstigakeppninnien einungis er keppt til stiga í flokkum 11 ára og eldri. Það teljum við mjög góðan árangur miðað við að í stelpnaflokki 11-12 ára var enginn FH-ingurog í piltaflokki 13-14 ára var Orri Páll eini FH-ingurinn.

Helgin var í alla staði frábær og ekki er hægt annað en að hrósa Hlyni Guðmundssyni og hans fólki í UMFA fyrir frábært mót. Skipulagning var óaðfinnanleg,ekki skorti starfsmenn eins og oft sést á frjálsíþróttamótum og er það víst að allir skemmtu sér vel.

Eins og áður sagði voru um 40 krakkar frá FH og fórum við nokkur og skiptum með okkur þjálfarastöðunum.

Fararstjórar og þjálfarar voru Ævar Örn Úlfarsson, Daði Rúnar Jónsson, Guðrún West og Rakel Ingólfsdóttir. Ekki má heldur gleyma Heiðu og Eggertien þau mættu að venju og hjálpuðu til og eru þeim veittar best