Björgvin Víkingsson og Sigrún Fjelsted, taka þátt í Heimsmeistaramóti unglinga sem fram fer á Jamica í dagana 16. – 21. júlí nk.

Björgvin keppir í 400 m. grindarhlaupi og Sigrún í spjótkasti.

Besti árangur Björgvins er 53,10 sek. frá sl. ári og Sigrúnar 48,26 m, sem hún náði nýlega.

Fararstjóri og þjálfari verður Ragnheiður Ólafsdóttir. Þau halda utan á föstudag 12. júlí og koma til baka laugardaginn 19. júlí.

Frekari upplýsingar er að finna á heimasíðu mótsins sem er:http://www.kingston2002.org