Yngvi Óðinn Guðmundsson útibústjóri KB Banka í Hafnarfirði og Sigurður Haraldsson formaður Frjálsíþróttadeildar FH skrifuðu undir nýjan styrktarsamning áður en Meistaramót Íslands hófst í Kaplakrika á laugardaginn. Þessi samningur er til tvegggja ára og með honum er KB banki einn aðalstyrktaraðili frjálsíþróttadeildarinnar.