Stelpurnar okkar!

Ráðstefna um konur og íþróttir á vegum
Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands og Kennaraháskóla Íslands
Staður og stund: Grand Hótel í Reykjavík, 21. febrúar.
Þátttökugjald: 1.500 kr. Innifalið er ráðstefnugjald, kaffi og hádegisverður.
Skráning og nánari upplýsingar: Skrifstofa ÍSÍ s: 514 4000, netfang: helga@isisport.is.
Ráðstefnustjóri: Halldóra Vanda Sigurgeirsdóttir, aðjunkt í tómstundafræðum við KHÍ.
Dagskrá
9:00 Skráning og afhending gagna.
9:15 Ávarp – Ellert B. Schram, forseti ÍSÍ.
Setning – Líney Rut Halldórsdóttir, íþróttafulltrúi menntamálaráðuneytisins.
Staðan á Íslandi í dag – Dr. Sigríður Jónsdóttir, varaforseti ÍSÍ.
10:00 Íþróttaumhverfi stúlkna á Íslandi – Þættir sem hafa áhrif á íþróttaþátttöku:
Í fyrirlestrunum er fjallað um stöðuna eins og hún er í dag og varpað fram hugmyndum um hvernig
er hægt að gera enn betur.
HEIMILIÐ – Hvatning fjölskyldunnar
Anna Guðrún Steinsen íþróttakona og nemandi á Tómstundabraut við KHÍ.
SKÓLINN – Íþróttakennsla í grunnskólum og viðhorfamótun nemenda
Tómas Jónsson íþróttakennari og sérkennslufræðingur.
ÍÞRÓTTAFÉLAGIÐ – Jafnir möguleikar til íþróttaiðkunar?
Petrún Bj. Jónsdóttir íþróttakennari, verkefnisstjóri Fyrirmyndarfélags ÍSÍ.
FJÖLMIÐLAR – Fjölmiðlar og kvennaíþróttir
Þuríður Helga Þorsteinsdóttir íþróttafræðingur.
11:30 „Only sport for the tough guys?“ Gender, youth, culture and snowboarding
Dr. Mari Kristin Sisjord, dósent við Íþróttaháskólann í Osló. (Fyrirlesturinn verður á ensku).
12:20 Matarhlé
13:00 Sjálfsmynd stúlkna og íþróttaiðkun
Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, verkefnisstjóri Geðræktar.
13:50 Are Physical Education classes for all girls and boys?
Dr. Fiona Dowling, dósent við Íþróttaháskólann í Osló. (Fyrirlesturinn verður á ensku).
14:40 Kaffihlé
15:00 Umræðuhópar – Hvernig framtíð viljum við búa stelpunum okkar?
Ráðstefnugestir geta valið um þátttöku í eftirfarandi hópum: