Eygerður Inga hljóp á tímanum 2:12,39 mín á háskólamóti í Gainesville í Flórída (Sama mót og Silja keppti í). Er þetta góður árangur á fyrsta utanhússmóti og á heimasíðu hennar má lesa að hún stífnaði upp þegar um 50 m voru eftir, svo að búast má við enn meiri bætingu á næsta móti.