Bergur Ingi Pétursson setti nýtt Íslenskt unglingamet í sleggjukasti er hann kastaði 60,73 m í Hafnarfirði 28. apríl.
Ingvar Torfason kastaði 46,71 m og er rétt við sinn besta árangur.

Sigrún Fjelsted kastaði spjótinu 45,42 m en kastaði daginn áður 46,82 m á sínu fyrsta móti í sumar
þá kastaði Sigurbjörg Þorsteinsdóttir spjótinu 37,08 m

Arnar Már Þórisson kastaði karlapjótinu 52,70 m,sem er góður árangur í byrjun sumars.

Má búast við miklum bætingum hjá þessu ungu og efnilegu kösturum í sumar.