Þórey Edda Elísdóttir stökk 4,60 metra í stangarstökkskeppni, sem fram fór í Madríd í gær og bætti Norðurlanda- og Íslandsmet sitt, sem hún setti 11. júní í Kassel, um 6 sentimetra. Þórey Edda varð í öðru sæti á mótinu á eftir heimsmethafanum Svetlönu Feofanovu, sem stökk 4,80 m.
Þórey Edda fór yfir 4,60 í annarri tilraun. Pólska stúlkan Monika Pyrek stökk einnig yfir 4,60 en þurfti þrjár tilraunir. Með þessum árangri er hún í 6-9 sæti á heimslistanum.
Er þetta mjög góður árangur hjá Þóreyju Eddu og má búast við enn betri árangri á næstu mótum, en nú er einn mánuður í Olympíuleika. Erum við FHingar stoltir af árangri Þóreyjar Eddu.