Beggi kastar sleggjunni, en sem kunnugt er hefur hann margbætt sig og Íslandsmet í leiðinni á árinu. Bergur hefur kastað lengst 61.36 m með karlasleggjunni (7.257 kg). Þá kastar hann einnig kúlunni á mótinu en best á hann 15.95 m með 5.5kg unglingakúlunni. Vonandi kemur Beggi heim með enn eitt metið í farteskinu!