Á þessu ári eru 75 ár síðan Fimleikafélag Hafnarfjarðar var stofnað, þannig að krafa FH-inga er sigur í Bikarkeppninni á heimavelli, en samkvæmt spá Sigurbjörns Árna Arngrímssonar verður mjótt á munum þetta árið. Skráningar FH-inga eru komnar á heimasíðuna, þannig að önnur lið geta skoðað skráningar okkar. Liðið er sterkt og þjálfararnir og íþróttamennirnir ætla að gera sitt besta. Mikið mæðir á sumum keppendum og vitum við að þeir munu standa undir þeim væntingum sem gerðar eru til þeirra.