Mótið Meistaramót Íslands 12-14 ára
Dagsetning: 14.8.2004 – 15.8.2004
Síðasti skráningardagur: 10.8.2004
Staður: Laugardalsvöllur

Haldið á Laugardalsvelli í Reykjavík 14.-15. ágúst 2004.

Frjálsíþróttadeild ÍR býður með ánægju til Meistaramóts Íslands 12-14 ára 2004. Hér á eftir fara upplýsingar um mótið:

1. Skráningar: Félög/sambönd skrái keppendur í mótaforrit FRÍ. Umsjón með skráningu: Stefán Halldórsson, shall@centrum.is. Skráningarfrestur er til miðnættis þriðjudaginn 10. ágúst. Þó verður unnt að skrá eftir að fresturinn rennur út, til kl. 10:00 föstudaginn 13. ágúst, gegn þreföldu skráningargjaldi.

2. Skráningargjald: Einstaklingar: 500 kr. fyrir hverja grein. Boðhlaupssveitir: 1.000 kr. fyrir hverja grein. Skráningargjald hækkar eftir miðnætti 10. ágúst. 75% gjaldsins rennur til mótshaldara og 25% til FRÍ.

3. Uppgjör: Þátttökugjald skal greiða áður en keppni hefst á laugardag. Þeir sem óska geta lagt þátttökugjaldið inn á reikning 319-26-4004 kt. 421288-2599 í síðasta lagi föstudaginn 13. ágúst og framvísað staðfestingu á greiðslu við uppgjör. Kvittun er einnig hægt að senda á felixs@simnet.is.

4. Afhending gagna og tæknifundur: Laugardaginn 14. ágúst kl. 8:30 í Baldurshaga á Laugardalsvelli.

5. Keppnisstaður: Keppni fer fram á Laugardalsvelli í Reykjavík. Keppt verður á átta brautum í hlaupum, í tveimur gryfjum samtímis í langstökki og á tveimur svæðum samtímis í hástökki.

6. Keppnisgreinar:
Strákar og stelpur 12 ára (f. 1992): 60 m, 800 m, langstökk, hástökk, kúluvarp (2,0 kg), spjótkast (400 g) og 4×100 m boðhlaup.
Piltar og telpur 13 ára (f. 1991) og 14 ára (f. 1990): 100 m, 800 m, 80 m grindahlaup, hástökk, langstökk, kúluvarp (3,0 kg), spjótkast (400 g), og 4×100 m boðhlaup.
Keppendum fæddum 1993 eða síðar (yngri en 12 ára) er óheimil þátttaka í mótinu. Keppendur mega keppa með eldri flokki sem hér segir:
12 ára strákar og stelpur mega keppa í grindahlaupi með 13 ára flokki. Einnig mega þau keppa í boðhlaupi með 13 ára flokki ef félag þeirra sendir ekki sveit í 12 ára flokki.
13 ára piltar og telpur mega keppa í boðhlaupi með 14 ára flokki ef félag þeirra sendir ekki sveit í 13 ára flokki.

7. Keppnistilhögun:
Kúluvarp – spjótkast – langstökk: Allir fá a.m.k. eitt kast/stökk í upphitun. Allir fá þrjár tilraunir í keppninni og síðan fara átta fremstu í úrslit og fá þrjár tilraunir til viðbótar. Í langstökki 12 ára skal stokkið af eins metra svæði í stað planka. 60m og 100m: Þeir sem ná 16 bestu tímum í undanrásum taka sæti í undanúrslitum. 80m gr.: Þeir sem ná 8 bestu tímum í undanrásum taka sæti í úrslitum. 800 m og 4×100 m boðhlaup: Tímar í riðlum ráða úrslitum.

Hástökk – byrjunarhæðir:
12 ára strákar og stelpur: 1,05-1,15-1,25-1,30-1,35-1,40-1,45-1,48-1,51 m o.s.frv.
13 ára piltar og telpur: 1,15-1,25-1,30-1,35-1,40-1,45-1,50-1,53-1,56 m o.s.frv.
14 ára piltar og telpur: 1,20-1,30-1,35-1,40-1,45-1,50-1,53-1,56 m o.s.frv.

8. Tímaseðill: Hjálögð eru drög að tímaseðli, með fyrirvara um breytingar ef skráningar verða mjög margar í einstakar greinar:

Mótssetning verður á Laugardalsvelli kl. 9:45 laugardaginn 14. ágúst.
Keppni á laugardegi hefst kl. 10:00 og lýkur kl. 16:30.
Keppni á sunnudegi hefst kl. 10:00 og lýkur kl. 15:35. Mótsslit verða kl. 15:45.

9. Félagsbúningar og keppnisnúmer: Keppendur eiga að klæðast félagsbúningi sínum í keppni og bera keppnisnúmer að framan.

10. Áhorfendasvæði og keppnissvæði: Þjálfarar og aðstoðarfólk verði á áhorfendapöllum og einungis keppendur á keppnissvæðinu.

11. Nafnakall fer fram á keppnisstað 20 mínútum áður en keppni hefst í viðkomandi grein.

12. Afskráningar: Skráning úr hlaupi berist til mótsstjórnar klukkustund fyrir hvert hlaup en til greinastjóra við nafnakall fyrir aðrar greinar.

13. Kastáhöl