Vetraræfingar 15 ára og eldri hefjast mánudaginn 4. október í íþróttahúsinu í Kaplakrika. Mæting kl.19:30. Þá verða þjálfarar kynntir, en þeir eru Eggert Bogason, Einar Þór Einarsson, Elísabet Ólafsdóttir og Ragnheiður Ólafsdóttir, sem kemur til starfa eftir eins árs hlé. Æfingin byrjar svo kl. 20:00. Fyrirhugað er að taka m.a. stöðvaræfingu með 10-15 þrekstöðvum, svona rétt til að taka stöðuna á mannskapnum. Slíkar æfingar eru erfiðar, en um leið skemmtilegar. Mikilvægt að sem flestir mæti, gömlu brýnin líka.