Tímasetningar
Hlaupin verða haldin milli 14 og 15 eftirtalda laugardaga í haust:
2.okt
23.okt
30.okt
13.nóv

Staðsetning
Tún við Borgarspítalann, Fossvogi. Hægt verður að hlaupa á gaddaskóm. Um tæplega 1km hringi verður að ræða svo auðvelt verður fyrir áhorfendur að fylgjast með hlaupinu.

Flokkaskipting
Karlar
Konur

Keppnisvegalengdir
Karlar: ca. 4km
Konur: ca. 3km

Verðlaun
Veitt verða heildarverðlaun í sveitakeppni að loknu síðasta hlaupinu. Stigagjöf er á þá leið að sigurvegari hvers hlaups fær 10 stig, 2.maður fær 9 stig og koll af kolli niður í 1 stig fyrir 10.sætið. Hvert félag/skokkhópur má senda ótakmarkaðan fjölda hlaupara í hvert hlaup en aðeins þeir 4 fyrstu telja í hverju hlaupi fyrir sig. Að loknu síðasta hlaupi er lagður saman heildarstigafjöldi hvers liðs og sigurvegari í sveitakeppninni verður það lið sem flest stig hlýtur. Þrjú efstu liðin fá verðlaun í bæði kvenna- og karlaflokki.
Þrír efstu einstaklingar skv. fyrrgreindu stigakerfi beggja kynja fá einnig glæsileg verðlaun frá Afreksvörum, umboðsaðila New Balance á Íslandi, að loknu síðasta hlaupinu.

Þátttökugjald
500kr á mann fyrir hvert hlaup – greiðist á staðnum fyrir hlaup.

Nánari upplýsingar gefa Björn Margeirsson (bjornm hjá almenna.is og s:663 1745) og Burkni Helgason (burkni hjá agr.is og s: 820 1052).