Nokkrar tillögur frá stjórn FRÍ lágu fyrir þinginu, aðallega um breytingar á reglugerðum vegna MÍ móta og Bikarkeppni.
Helstu stórtæku breytingar á reglugerðunum voru vegna MÍ móta innanhúss frá og með árinu 2006, en þá verður nýja innanhúss höllinn komin í gagnið með tilheyrandi möguleikum á hringhlaupum, einnig voru samþykktar nokkrar breytingar á öðrum mótareglugerðum, sem taka gildi strax á næsta ári.
Þær helstu voru vegna Bikarkeppni í 2.deild, en þar voru eftirfaradi breytingar samþykktar og taka gildi á næsta ári:
* Bikarkeppni FRÍ, 2.deild:
Keppnin fari fram á einum degi í eftirfarandi greinum(bæði kyn):
100m, 400m, 800m, 1500m, 3000m, 100mgr/110mgr, 4x100m boðhl.,langstökk, þrístökk, hástökk, stangarstökk, kúluvarp, kringlukast, spjótkast.

* Meistaramót Íslands fyrsti hluti: 3x1500m boðhlaup kvenna verður ný keppnisgrein á mótinu.
Tillaga um að bæta 3000m hindrunarhl. og 5000m hl. kvenna við keppnisgreinar í Bikarkeppni 1.deildar til samræmis við keppnisgreinar karla var felld, svo að engar breytingar verða á keppnisgreinum í 1.deild.
Miklar breytingar voru samþykktar á keppnisgreinum á innanhússmótunum frá árinu 2006, en þær helstu voru eftirfarandi:
Keppnisgreinar á MÍ fullorðina og MÍ 15-22 ára:
60m,60mgr, 400m, 800m, 3000m, langstökk, þrístökk, hástökk, stangastökk, kúluvarp og 4x400m boðhl.
Einnig samþykkt heimildarákvæði mótshaldara í samráði við stjórn FRÍ um möguleika á keppni í lóðkasti og atrennulausum stökkum á báðum þessum mótum.

Keppnisgreinar á MÍ 12-14 ára verða:
Piltar 14 ára:
60 m hlaup, 60 m grindahlaup, 800 m hlaup, langstökk, hástökk, kúluvarp, 4×200 m boðhlaup.
Telpur 14 ára:
60 m hlaup, 60 m grindahlaup, 800 m hlaup, langstökk, hástökk, kúluvarp, 4×200 m boðhlaup.
Piltar 13 ára:
60 m hlaup, 60 m grindahlaup, 800 m hlaup, langstökk, hástökk, kúluvarp, 4×200 m boðhlaup.
Telpur 13 ára:
60 m hlaup, 60 m grindahlaup, 800 m hlaup, langstökk, hástökk, kúluvarp, 4×200 m boðhlaup.
Strákar 12 ára:
60 m hlaup, 800 m hlaup, langstökk, hástökk, kúluvarp, 4×200 m boðhlaup.
Stelpur 12 ára:
60 m hlaup, 800 m hlaup, langstökk, hástökk, kúluvarp, 4×200 m boðhlaup.

MÍ öldunga:
60 m hlaup, 60 m grindahlaup, 800 m hlaup, 3000 m hlaup, hástökk, langstökk, stangarstökk, kúluvarp, lóðkast.

Þá var tillögu um reglugerð um dómgæslu á frjálsíþróttamótum vísað til stjórnar til nánari skoðunar og útfærslu, ásamt tillögu að reglugerð um Íþróttamannanefnd FRÍ.