Afrekskona Frjálsíþróttadeildar FH 2004.

Þórey Edda Elísdóttir er afrekskona Frjálsíþróttadeildar FH.
Hlýtur hún þá sæmd fyrir stangarstökk. Þórey stökk hæst á árinu 4,60 m og setti glæsilegt Norðurlandamet með þeim árangri. Þórey Edda varð í fimmta sæti á Olympíuleikunum í Aþenu í Grikklandi, þegar hún náði sínum næstbesta árangri frá upphafi 4,55 m. Með þessum árangri er Þórey Edda komin á stall meðal allra bestu íþróttamönnumanna Íslands frá upphafi. Þórey tók þátt í mörgum alþjóðlegum mótum á árinu og stóð sig vel í þeim. Var henni m.a. boðið á Gullmót IAAF í Brussel og á Loka Gullmót IAAF í Monaco, sem er mikill heiður og sýnir hvar hún er stödd í afreksgetu. Í dag er hún nr. 7 í World ranking.
Þórey varð Íslandsmeistari og var í sigurliði FH á Meistaramóti Íslands.
Þórey Edda er efst á afrekaskrá Alþjóða Frjálsíþróttasambandsins meðal íslenskra frjálsíþróttamanna.