Silja keppti nú um helgina á heimavelli í Clemson í Bandaríkjunum þar sem hún stundar nám. Í gær keppti hún í 60m grind og náði sínum næstbesta tíma 8,67 sekúndum.
Áðan keppti hún svo til úrslita í þeirri grein og hljóp aftur á 8,67 sek og varð í fimmta sæti.
En hápunktur dagsins hjá henni kom í 400m hlaupinu þar sem hún bætti sig og hljóp á 54,17 sekúndum og náði þar með lágmarkinu á EM sem er 54,20 sek.
Silja sagði að hún hefði alls ekki hugsað þetta mót til að ná lágmörkum, hún er enn að æfa mjög stíft og er ekkert byrjuð að létta upp, þetta mót átti bara að vera æfing. Silja er því greinilega í mjög góðu formi og það verður gaman að fylgjast með henni á næstu vikum. Silja keppti svo í 200 m hlaupi og var það erfitt hlaup stuttu eftir 400 m hlaupið. Fékk hún tímann 24,89 sek. Loks keppti hún í 4×400 m boðhlaupi og fékk tímann 54,22 sek. Hljóp hún öll hlaupin á aðeins 4 klukkutímum, góður árangur það.