Eygerður keppti í míluhlaupi á móti í Illinois og hljóp hún á 5:17,11. Þessi tími er töluvert frá hennar besta árangri en Eyja er búin að eiga við smávægileg meiðsli að stríða í IT-bandinu í mjöðminni sem að hennar sögn háðu henni í hlaupinu. Þetta var fyrsta hlaup hennar á tímabilinu og má búast við góðum bætingum á næstunni þegar hún hefur náð sér að fullu.

Silja Úlfarsdóttir hljóp 60m hlaup á móti í heimabæ sínum Clemson. Hún hljóp á 7,77sek en Silja þjáist einnig af smá meiðslum í fæti og náði sér því ekki betur á strik að þessu sinni. Hún varð að hætta við keppni í 200m hlaupi.

Það er vonandi að hlaupadrottningarnar okkar verði fljótar að jafna sig af meiðslunum því þær eru báðar í þrusugóðu formi.

Jónas Hlynur Hallgrímsson var skráður til keppni í sjöþraut um helgina en ákvað að keppa ekki vegna tognanar aftan í læri. Hann reiknar samt með að keppa eftir tvær vikur í þraut.