Jón Arnar er eins og kunnugt að keppa í sjöþraut í Erki Nool mótinu í Tallin í Eistlandi.
Jón Arnar hljóp 60 m á 7.32 sek, stökk 6.87 m í langstökki, kastaði 15.34 m í kúluvarpi sem er mjög góður árangur og þá stökk hann 1,92 m í hástökki, sem er einnig góður árangur. Jón Arnar var með 3097 stig eftir fyrri daginn og búinn að vinna sig uppúr 18. sæti eftir fyrstu tvær greinarnar í 12-13 sæti eftir fyrri dag.