Á laugardaginn 23. júlí fengu eftirtaldir FH-ingar verðlaun. Kristbjörg Helga Ingvarsdóttir sigraði í sleggjukasti og náði sínum besta árangri, hún kastaði 43,17 m. Sleggjukast karla var FH grein, Bergur Ingi Pétursson sigraði með 60,20 m, Óðinn Björn Þorsteinsson varð annar með 47,48 m og Eggert Bogason varð þriðji og kastaði 45,56 m. Silja Úlfarsdóttir sigraði í 100 m grindahlaupi og hljóp á 14,60 sek í mótvindi. Sigrún Fjeldsted varð þriðja í spjótkasti með 43,46 m. Jón Arnar Magnússon sigraði í 110 m grindahlaupi og hljóp á tímanum 15,38 sek í mótvindi, Jónas Hlynur Hallgrímsson varð þriðji á tímanum 16,22 sek.
Eygerður Inga Hafþórsdóttir varð þriðja í 1500 m hlaupi á tímanum 4.55,47 mín. Jón Arnar Magnússon sigraði í langstökki og stökk 7,25 m. Jón Arnar sigraði í stangarstökki og stökk hann 4,00 m, Jónas Hlynur Hallgrímsson varð annar og stökk 3,60 m. Jónas Hlynur varð síðan þriðji í hástökki og stökk 1,85 m. Silja Úlfarsdóttir sigraði örugglega í 100 m hlaupi í mótvindi á tímanum 12,32 sek. Jónas Hlynur Hallgrímsson sigraði örugglega í spjótkasti og kastaði 61,95 m, Jón Arnar Magnússon varð þriðji með 55,70 m. Björgvin Víkingsson varð annar í 400 m hlaupi á tímanum 50,67 sek. Silja Úlfarsdóttir sigraði í 400 m hlaupi og fékk tímann 57,53 sek, Birna Björnsdóttir varð önnur á tímanum 58,84 sek. Fyrri deginum lauk síðan með 4×100 m boðhlaupi. Kvennasveitin varð þriðja og hlupu á tímanum 50,93 sek. Í sveitinni voru: Dóra Hlín Loftsdóttir, Eva Hrönn Árelíusdóttir, Sara Úlfarsdóttir og Silja Úlfarsdóttir. Karlasveitn sigraði örugglega og hlupu á tímanum 43,86 sek. Í sveitinni voru: Óli Tómas Freysson, Sveinn Þórarinsson, Gunnar Bergmann Gunnarsson og Jón Arnar Magnússon.
Á sunnudeginum 24. júlí gekk jafnvel. Björgvin Víkingsson sigraði mjög örugglega í 400 m grindahlaupi á tímanum 53,58 sek. Silja Úlfarsdóttir vann auðveldan sigur í 400 m grindahlaupi og hljóp á 61,36 sek. Jónas Hlynur Hallgrímsson varð annar í þrístökki og stökk 14,40 m, eftir hörku keppni um gullið. Kúluvarp karla var FH grein. Óðinn Björn Þorsteinsson sigraði og varpaði 17,16 m, Jón Arnar Magnússon varð annar með 14,69 m og Bergur Ingi Pétursson varð þriðji með 14,50 m. Ragnheiður Anna Þórsdóttir varð önnur í kringlukasti og kastaði 39,09 m. Hún vað einnig önnur í kúluvarpinu og varpaði 11,63 m. Björn Margeirsson sigraði með yfirburðum í 800 m hlaupi og setti Meistaramótsmet og hljóp á 1:51,95 mín. Birna Björnsdóttir sigraði í 800 m hlaupi eftir góða keppni við Eygerði Ingu Hafþórsdóttur. Birna fékk tímann 2:16,09 mín og Eygerður varð önnur og fékk tímann 2.17,82 mín.Silja Úlfarsdóttir sigraði örugglega í 200 m hlaupi og fékk tímann 24,82 sek. Óðinn Björn Þorsteinsson sigraði í kringlukasti og kastaði 50,46 m, Jón Arnar Magnússon varð þriðji og kastaði 45,01 m. Mótinu lauk með 4×400 m boðhlaupi karla og kvenna og sigruðu báðar sveitirnar mjög örugglega. Kvennasveitin hljóp á tímanum 3:58,13 mín og í sveitinni voru: Eva Hrönn Árelíusdóttir, Birna Björnsdóttir, Eygerður Inga Hafþórsdóttir og Silja Úlfarsdóttir. Karlasveitin hljóp á tímanum 3:29,21 mín og í sveitinni voru: Björn Margeirsson, Björgvin Víkingsson, Jónas Hlynur Hallgrímsson og Jón Arnar Magnússon.