28. desember n.k. verður haldið smávegis skemmtikvöld í Krikanum fyrir Aðalstjórn, stjórnir allra deilda, Muggs, þjálfara o.fl. Þá verða iðkaðar íþróttir af ýmsum toga þar sem keppnisskapið mun fá að njóta sín til fullnustu!

Eftir á verður svo boðið upp á léttar veitingar þar sem allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.

Mæting er kl. 20:00 en tilvalið er að mæta á undan kl. 18:00 niður í Strandgötu og fylgjast með kjöri á Íþróttamanni Hafnarfjarðar.

Það er ljóst að þetta er kærkomið tækifæri til þess að ná af sér nokkrum „jólakílóum“ og hafa gaman af í góðra vina hópi. Sjáumst hress í Krikanum!

Áfram FH!