SPH
og handknattleiksdeild FH hafa undirritað samstarfssamning þar sem SPH
verður aðalstyrktaraðili handknattleiksdeildarinnar næstu tvö ár.
Samningurinn felur í sér bæði fjárhagslegan stuðning og samstarf í
kynningarmálum. SPH lýsir yfir sérstakri ánægju með samstarfið sem
staðið hefur yfir í nær tvo áratugi.

Örn H.
Magnússon, formaður handknattleiksdeildar FH, segist mjög ánægður með
samninginn. „Við höfum átt í farsælu samstarfi í nær 20 ár og væntum
þess að framhald verði þar á. Það væri erfitt að standa í rekstri
deildarinnar ef ekki kæmi til myndarlegur stuðningur eins og frá SPH.“