Kvennalið FH í handknattleik hefur verið að leika vel að undanförnu og hefur nú blandað sér, svo um munar, í toppbaráttu DHL-deildar kvenna auk þess sem liðið er komið í 8 liða úrslit SS-bikarkeppninnar. Á næstu dögum mun liðið leika tvo gríðarlega þýðingamikla leiki sem ráða verulega um framhald liðsins í mótum vetrarins og svo vill til að báðir þessir leikir eru gegn sterku liði Hauka.

Fyrri leikurinn fer fram í Kaplakrika á laugardaginn 14. janúar 2006 og hefst kl. 16:15.

Þarna er um að ræða deildarleik sem FH verður að vinna til að eiga raunhæfa möguleika á að blanda sér enn frekar í toppbaráttuna.

Seinni leikurinn fer líka fram í Kaplakrika og verður hann leikinn þriðjudaginn 17. janúar og hefst kl. 19:15.

Þetta er bikarleikur þar sem allt er lagt undir og leikur sem verður að vinnast til að tryggja áframhald í SS-bikarnum.

Það er alveg ljóst að í svona leikjum er stuðningur áhorfenda ómetanlegur og því vill stjórn hkd. FH hvetja alla FH-inga til að mæta á leikina og hvetja nú lið okkar til sigurs.

Vonandi sjá sem flestir sér fært að mæta á leikina.

Áfram FH