Lið FH:

Daði Lárusson
Guðmundur Sævarsson
Ásgeir Gunnar Ásgeirsson
Tommy Nielsen (Jónas Grani Garðarsson)
Freyr Bjarnason
Baldur Bett
Heimir Snær Guðmundsson
Sigurvin Ólafsson
Ólafur Páll Snorrason (Árni Freyr Guðnason)
Tryggvi Guðmundsson (Atli Guðnason)
Matthías Vilhjálmsson

Varamenn sem komu ekki inná:
Jón Ragnar Jónsson
Róbert Örn Óskarsson

Leikurinn var nokkuð fjörugur. Blikarnir eru með líkamlega sterkt lið og sérlega hávaxið og þeir komu ákveðnir til leiks í gærkvöldi og virtust ákveðnir í að leyfa Íslandsmeisturunum að fá tíma með boltann.

FH-ingar skoruðu þó fyrsta markið þegar Tryggvi Guðmundsson skoraði úr víti um miðjan fyrri hálfleik eftir að varnarmaður Breiðabliks hafði handleikið knöttinn.

Blikar jöfnuðu þó stuttu síðar eftir laglega sókn. Skömmu síðar fór Tommy Nielsen meiddur af leikvelli og fór þá um marga stuðningsmann FH því við höfum ekki efni á því að missa út enn einn miðvörðinn í meiðsli.

Óli sendi Jónas Grana inn á fyrir Tommy og færði Heimi aftur í miðvörðinn.

Í seinni hálfleik voru FH-ingar mun ákveðnari og voru betri aðilinn. Það voru þó Blikar sem náðu forystunni með marki úr víti. Um miðjan hálfleikinn skipti Óli Atla Guðna, Tomma Leifs og Árna Frey inn á fyrir kanónurnar Tryggva, Óla Palla og Sigurvin. Ungu strákarnir náðu strax takti við leikinn og stóðu fyrir sínu.

Það var einmitt ungur og efnilegur leikmaður Matthías Vilhjálmsson sem jafnaði metin um stundarfjórðungi fyrir leikslok af stuttu færi. Það voru svo eins og áður sagði bræðurnir Atli og Árni sem stóðu að sigurmarkinu á elleftu stundu og tryggðu FH góðan sigur. Hver segir að enginn sé annars bróðir í leik?