Leikurinn, sem fór fram við erfiðar aðstæður í Frostaskjóli, fór rólega af stað og einkenndist af mistökum beggja liða sem að áttu erfitt með að venjast þungum og blautum vellinum. Það varð þó snemma ljóst hvort liðið væri sterkara og með stuttu millibili fengu stelpurnar víti sem þær Linda Björgvins. og Guðrún Björg nýttu. Klara Ingarsdóttir bætti svo við þriðja markinu er hún slapp í gegn um vörn KR-inga vinstra megin, lagði boltan smekklega á hægrifótin og setti hann framhjá markmanni KR. Klara átti svo eftir að koma mikið við sögu í þeim síðari. Staðan í hálfleik 3-0.

Í síðari hálfleik héldu FH-ingum engin bönd og má segja að KR-ingar hafi verið kjöldregnir. Títt náðu okkar menn að spila sig listavel í gegnum vörn andstæðingana og voru vængmenn FH, afmælisbarnið Hlín Guðbergsdóttir og áðurnefnd Klara Ingvarsdóttir, sérstaklega duglegar að keyra upp vængina.  Þegar upp var staðið höfðu FH-ingar bætt við eða 6 mörkum.

Góður sigur hjá stelpunum sem þrátt fyrir erfiðar aðstæður reyndu að spila fótbolta, dreifðu spilinu ágætlega og nýttu færin sín frábærlega. Þá ber einnig að minnast á þær Söru Atla. og Valgerði Björnsdóttur miðverði sem voru eins og klettar í vörninni sem KR-kútterinn steytti á.

Markaskorarar FH í dag voru:

Linda Björgvins. 2
Sigrún Ella 2
Klara Ingvars. 2
Halla Marínósdóttir 1
Guðrún Björg 1
Þórun Kára. 1

Næsti leikur 3. fl. kv. eru á mánud. kl. 17:30 í Krikanum við ÍA.