…Annars má segja að við FH-ingar höfum átt marga fulltrúa í keppninni beint og óbeint. Kynnir keppninnar var Hafnfirðingurinn og FH-ingurinn Sigrún Bender en hún er systir Axels Benders varnarmannsins sterka í 3. flokki í fótbolta. Einnig var þarna Sara Dís Guðbergsdóttir sem einnig er Hafnfirðingur og var um skeið unnusta Elvars Quieroz aðstoðarþjálfara 3. flokks karla í fótbolta. Ungfrú heimur, Unnur Birna, sem krýndi fegurðardrottninguna var einnig til skammst tíma í tygjum við Pétur Óskar Sigurðsson leikmanns mfl. FH í fótbolta og að lokum má nefna Fatú en vinkona hennar úr Öldutúnskóla er engin önnur en Svanhildur Einarsdóttir hinn goðsagnakenndi markaskorari í yngri flokkum FH en Svanhildur hefði án efa getað náð langt en hún lagði skóna á hilluna, illu heilli.

FH-ingar þetta var okkar kvöld! Til hamingju Jóna Kristín. Til hamingju FH-ingar!