Nú er lag! Oft er þörf en nú er nauðsyn!! Núna snúum við bökum þétt
saman!!! Stjörnuprítt lið bikarmeistaranna er að koma í Krikann og með
þeim her stuðningsmanna sem styður þétt við bak þeirra á öllum leikjum.
Við þurfum stuðning þinn til að leggja Stjörnuna að velli og með þeim sigri að koma okkur í 7. sætið.

 Stjarnan hefur verið að spila vel í síðustu leikjum og unnið hvern
leikinn á fætur öðrum og eru komnir í 4. sæti. Það má því búast við
hörku leik, því að við erum einnig búnir að spila vel í síðustu leikjum
og ætlum að koma okkur í 7.sætið með sigri í þessum leik. Við erum að
spila hraðan og skemmtilegan bolta og mikil breyting er á liðinu frá
fyrstu leikjum.

Leikurinn er í Kaplakrika sunnudaginn 12. mars kl. 20.00. Við hlökkum til að sjá ykkur í pöllunum og lofum góðri skemmtun!
 
Valur Vörn Arnarson, fyrirliði mfl. ka