Lið FH:
Daði Lárusson (F)
Guðmundur Sævarsson
Ásgeir Gunnar Ásgeirsson
Heimir Snær Guðmundsson (Hermann Albertsson)
Freyr Bjarnason
Baldur Bett
Sigurvin Ólafsson
Jónas Grani Garðarsson
Ólafur Páll Snorrason (Tómas Leifsson)
Tryggvi Guðmundsson
Matthías Vilhjálmsson (Atli Guðnason)

Aðrir varamenn: Róbert Örn Óskarsson og Jón Ragnar Jónsson.

FH-ingar byrjuðu leikinn betur og markið virtist liggja í loftinu, samt vorur það Suðurnesjamenn sem skoruðu fyrsta markið. Sóknarmaður Grindvíkinga snéri á Heimi Snæ í teignum og dúndraði knettinum upp í þaknetið. Slakur varnarleikur þar hjá Heimi.

FH-ingar voru þó ekki lengi að jafna en Jónas Grani batt endahnútinn á laglega sókn er hann stýrði fyrirgjöf Ólaf Palla í netið af stuttu færi. Dæmigerður Grani því hann hafði lítið sést fram að þessu en færðist heldur í aukana eftir markið.

Í hálfleik kom Hermann inn fyrir Heimi og fór í vinstri bakvörðinn en Freyr í miðvörðinn. Í seinni hálfleik bætti Matti við laglegu marki og á síðustu mínútunum skoraði Hermann Albertsson af harðfylgi eftir hornspyrnu og innsiglaði sigurinn.

Fyrri hálfleikur var nokkuð góður hjá FH en leikur liðsins datt nokkuð niður í þeim síðari. Það er ljóst að það bíður Óla og Heimis nokkur höfuðverkur að púsla liðinu saman með svo marga leikmenn fjarri.

Besti maður FH í leiknum var tvímælalaust Ásgeir Gunnar Ásgeirsson. Ásgeir er mjög fjölhæfur leikmaður en hann er að leysa miðvarðarstöðuna mjög vel enda hefur hann allt til brunns að bera í þá stöðu. Hann les leikinn vel, er sterkur og fljótur og tapar yfirleitt ekki návígum. Hann virtist stjórna vörninni vel í þessum leik og talaði vel við félaga sína. Ég hef beðið eftir því að Ásgeir taki stökkið frá því að vera góður úrvalsdeildarleikmaður í að vera með þeim allra bestu. Ég vona að það verði í sumar.

Tryggvi átti einnig fínan leik og var allt í öllu í sóknaraðgerðum FH-inga, vann gríðarlega vel og var ógnandi. Hann lætur vel í sér heyra á leikvelli enda er það mikilvægt því á skömmum tíma hförum við misst þrjá slíka leikmenn, Heimi Guðjóns, Auðunn og Tommy Nielsen.

Ég hefði viljað sjá Gumma Sævars sókndjarfari í þessum leik og hann má að ósekju taka mennina meira á þegar hann er einn á móti einum.
Freyr stendur sig alltaf vel og er að verða Denis Irwin okkar FH-ingá – á alltaf góðan leik.
Óli Palli virðist ekki kominn í sitt besta form og sömuleiðis Sigurvin sem ég vil sjá meira í boltanum. Baldur Bett var sem fyrr sívinnandi og hann hefur fína spyrnugetu en hann þarf að vera afslappaðri með boltann og spila honum meira fram á við.
Matthías gerði marga fína hluti og skoraði einkar laglegt mark. Hann minnir óneitanlega á Nat Lofthouse framherja Bolton Wanderes á sjötta áratugnum.

En FH-ingar geta verið sáttir með tvo sigra í jafnmörgum leikjum. Það sem skiptir máli fyrir leikmenn er að komast í leikæfingu. Nú er rétti tíminn fyrir ungu strákana og þá leikmenn sem ætla sér að vera í liðinu í sumar að sanna sig fyrir þjálfurunum.