Það er skemmst frá því að segja að leikurinn var einn sá besti sem stelpurnar hafa spilað í vetur sérstaklega fyrri hálfleikur en staðan í hálfaleik var 4-1 þar sem Sigrún Ella gerði 3 og þórdís Sigfúsdóttir 1.

Í Síðari hálfleik bættu svo stelpurnar við 4 mörkum en þar voru aftur að verki stöllurnar Sigrún Ella 2 og Þórdís með 1 auk þess sem Kristín Guðmundsdóttir setti eitt í lokin. Lokatölur 8-1 í sanngjörnum sigri.

þetta hefur því verið góð helgi hjá 2. 3. og 4. fl. kv. en þessir flokkar unnu allir sína leiki um helgina sannfærandi.