Sæl Guðrún, hvað klikkaði á sunnudaginn?

Við mættum hreinlega ekki tilbúnar í seinni hálfleikinn. Við vorum búnar að vera að spila fína vörn í fyrri hálfleiknum sem skilaði okkur hraðupphlaupsmörkum en í seinni hálfleik gekk ekkert í vörninni.

 

Ertu ánægð með frammistöðuna í vetur?

Nei ég get ekki sagt það. Með því að tapa fyrir Gróttu þá hurfu nánast möguleikarnir á að komast í deildarbikarinn eins og markmiðið var í upphafi. Það má í raun segja að við klúðruðum bæði deild og bikar á einni viku en það var þegar við töpuðum tvisvar fyrir Haukum. Það var frekar svekkjandi að tapa þeim leikjum, sérstaklega fyrri leiknum þar sem við vorum með unnin leik í höndunum.

 

Hvað geturðu sagt okkur um þá leikmenn sem komu nýir inn í liðið á þessu tímabili?

Þær hafa allar staðið sig vel og vonandi verða þær allar áfram. Það er náttúrlega frábært að hafa spilað með Maju Grönbeck og er hún einn besti leikmaður deildarinnar að mínu mati.

 

 

Hvernig eru horfurnar fyrir næsta tímabil, haldið þið öllum leikmönnum
og bætast einhverjir nýir við?

Ég vona að flestar sem eru nú þegar verði áfram en það er óvíst með Maju sem ætlar sér að fara að leggja skóna á hilluna. Harpa Vífils kemur svo aftur og Dröfn mun líklega spila með okkur á næsta ári. Hvað varðar aðra nýja leikmenn þá veit ég ekki en ég vona að við eigum eftir að styrkja okkur svo við getum farið að blanda okkur í toppbaráttuna fyrir alvöru.

 

Er vel haldið utan um kvennahandboltann í FH?

Það má alltaf gera betur en þetta er vonandi á réttri leið. Það eru bara alltof fáir sem eru að vinna í kringum okkur þannig að öll vinnan lendir alltaf á sama fólkinu sem er náttúrlega mjög leiðinlegt.

 

Hvernig hefur aðsóknin verið á heimaleiki ykkar?

Hún hefur ekki verið nógu góð. Yfirleitt eru þetta kærastar og foreldrar sem mæta. Maður saknar stemningunni sem var hérna fyrir um 5 árum síðan þegar fólk mætti og hvatti okkur. Sást kannski best í leiknum á móti Haukum, þær eiga frábæra áhorfendur sem styðja þær sama hvernig gengur.

 

Að lokum. Hverjir verða heimsmeistarar í fótbolta í sumar?

Úfff… Mig langar að segja England en ég held því miður að það sé ekki að fara að gerast. Ég held að Brailía taki þetta 🙂