3. flokkur karla hjá FH tryggði sér í gærkvöldi deildarmeistaratitillinn með sigri á Haukum 18-14 í Kaplakrika. Leikurinn sjálfur mun ekki fara í sögubækurnar sem gríðarleg skemmtun en sigurinn dugði til þess að færa FH-liðið á toppinn í deildinni og tryggja þar með hinn eftirsóttarverða deildartitill. Leikurinn í gær var ekki upp á marga fiska reyndar var vörninn frábær með Daníel sem besta mann í markinu en hann varði yfir 20 skot í leiknum. Þá átti Ólafur Guðmundsson frábæran leik í vörninni. Sóknarleikurinn var skelfilegur eins og markatalan sýnir. Lélegt tempo á sókninni og menn ragir að sækja einn á einn. En sigur var það og FH-liðið ætlar sér stóra hluti í úrslitakeppninni um Íslandsmeistaratitillinn. Gaman var að sjá hversu margir komu að horfa á strákana í þessum leik og vilja þeir þakka kærlega fyrir stuðninginn.
About The Author
Related Posts
Fylgdu okkur
FH fréttir
-
FH frjálsar auglýsir stöðu framkvæmdastjóra8 apr, 2021
-
Sigmundur ,,okkar“ Ástþórsson vallarstjóri 202025 mar, 2021
-
Happdrætti hkd. FH – Vinningaskrá25 mar, 2021
-
-
Fótboltastrákar í landsliðs verkefnum19 mar, 2021
Nýlegt af Twitter
-
Góð ferð á krókinn hjá FH stelpunum, loka tölur Tindastóll 4#viderumFHiderumFH
-
@LindaThordar Góð ábending. Ræsum verkferla og innri endurskoðun.