4.flokkur er gríðarlega stór flokkur í ár. Leikmenn flokksins eru drengir fæddir á árunum 1992 og 1993. 4 lið voru send til leiks, tvö a lið og tvö b lið. Bæði A liðin komust í undanúrslit þar sem þau léku gegn hvoru öðru. Annað B liðið komst svo í úrslit.

Leikur A-liðanna fór ágætlega af stað en Keflvíkingar náðu forustunni eftir um 10 mínútna leik. FH liðið brotnaði síður en svo við mótlætið og náði að jafna leikinn og komast yfir með tveimur frábærum mörkum. Það var Kristján Gauti Emilsson sem jafnaði leikinn og Vignir Lúðvíksson sem kom liðinu yfir.

FH-ingu gengu til hálfeiks með 2-1 forustu og var sú forusta aldrei í hættu í seinni háfleik. Undir lok leiksins skoraði Hjörtur Þórisson frábært mark fyrir okkur FHinga og lauk leiknum 3-1. Hjörtur hefur verið gríðarlega iðinn við kolann í þessu móti og segja talnaglöggir menn að hann hafi sett 16 mörk í mótinu.

B liðið lék strax á eftir gegn erkifjendum okkar í Breiðablik. FH liðið komst yfir með marki úr aukaspyrnu sem hann Sigmundur skoraði. Blikar svöruðu með tveimur mörkum og leiddu leikinn því 2-1.

En Bjarni og Steini kláruðu leikinn fyrir FH-inga og 3-2 sigur staðreynd og FH því tvöfaldur faxaflóameistari.

Til hamingju með sigurinn strákar.