A lið félagsins reið á vaðið og sigraði Gróttu síðastliðin föstudag með 4-2. Leikur liðsins var á köflum ágætur en allir sem að liðinu koma vita vel að liðið getur gert mun betur. Leikmenn flokksins eru búnir að æfa gríðarlega vel undanfarnar vikur og mánuði og er mjög gaman að horfa á liðin sem 4.flokkur stillir upp í leikjum.

B liðið spilaði svo strax á eftir gegn Gróttu. Sá leikur fór 12-0 fyrir FH og er því í raun lítið hægt að segja um þann leik. Grótta mætti því miður ekki með eins sterkt lið og vonast var eftir en svona er þetta bara oft í þessu flokki. Það eru ekki öll félög með eins stóran hóp og FH.

FH sendir tvö C lið til leiks og var fyrsta umferð í C liðum í gærkvöld. KR-ingar komu í heimsókn og lyktaði leiknum með 6-6 jafntefli!!! Leikurinn var kaflaskiptur þar sem KR-ingar byrjuðu leikinn töluvert betur og komust þeir meðal annars í 1-3 og 2-4. FH-ingar sýndu aftur á móti karakter og þrautsegju og voru óheppnir að fara ekki með öll stigin úr þessari viðureign.

En við þjálfararnir erum nokkuð sáttir við þessa fyrstu umferð. Leikmenn voru að leggja sig fram og gera sitt besta. Það var margt mjög gott en líka margir hlutir sem við þurfum að vinna og við erum að vinna í. En framhaldið lofar góðu og er vonandi að sumrið verði eftirminnilegt fyrir góðar sakir 🙂