FH-ingarnir fjórir sem valdir voru í æfingahóp 18 ára landsliðsins fyrir undankeppni Evrópumótsins komust allir í gegnum fyrsta niðurskurð á hópnum. Lokaæfingahópur sem telur 22 leikmenn var valinn í dag. Næstu æfngar fara fram um helgina en eftir æfingarnar verða 16 leikmenn valdir til að fara fyrir Íslands hönd til Þýskalands. Þetta eru Aron Pálmarsson, Bjarni Aron Þórðarsson, Guðjón Helgason og Ólafur Gústafsson.
Hópinn skipa eftirtaldir leikmenn.

Markmenn:
Elmar Kristjánsson KA
Ingvar Guðmundsson Valur
Birkir Bragason Selfoss
Sveinbjörn Pétursson Þór

Aðrir Leikmenn:
Anton Rúnarsson Valur
Aron Pálmarsson FH
Atli Ævar Ingólfsson Þór Ak.
Ásbjörn Friðriksson KA
Ármann Sigurðsson Valur
Birkir Marinósson Valur
Bjarki Gunnarsson HK
Bjarni Aron Þórðarson FH
Guðjón K. Helgason FH
Hákon Stefánsson KA
Heiðar Þór Aðalsteinsson Þór
Ívar Ingólfsson ÍR
Orri Freyr Gíslason Valur
Ólafur Gústafsson FH
Ólafur Bjarki Ragnarsson HK
Ragnar Jóhannsson Selfoss
Rúnar Kárason Fram
Ægir Steinarsson Grótta