Lið FH:
Aron Pálmarson (f)
Hafþór Þrastarson
Ólafur Guðmundsson
Sigurður Örn Arnarson
Sveinn Ragnar Sigurðsson
Magnús Stefánsson
Örn Rúnar Magnússon
Hilmar Ástþórsson (Stefan Mikael Sverrisson 41.)
Gunnar Páll Pálsson
Brynjar Benediktsson
Björn Daníel Sverrisson

Varamenn sem komu ekki inná: Árni Grétar Finnsson, Jökull Jónasson, Axel Bender, Tómas Orri Leifsson.

FH-ingar komu ákveðnir til leiks og sóttu stíft undan norðvestlægum vindi. Þó nokkur færi fóru forgörðum m.a. stangarskot og Skagamenn björguðu á línu áður en Brynjar Benediktsson komst inn fyrir vörn ÍA og náði forystunni á 38. mínútu.

Akurnesingar áttu ekki nein teljandi færi en skoruðu þó mark eftir hornspyrnu sem var réttilega dæmt af vegna rangstöðu.

1-0 í hálfleik.

Í síðari hálfleik léku FH-ingar vel gegn vindinum og í raun betur en með vindi í fyrrí hálfleik. Á 46. mínútu var Birni Daníel brugðið innan vítateigs ÍA og góður dómari leiksins Elías Már Guðnason dæmdi víti. Markvörður Skagamanna varði en Björn fylgd á eftir og setti boltann í netið.

Á 71. mínútu lét Brynjar Benediktsson reka sig út af fyrir klaufalegt brot en FH-ingar börðust vel og Magnús Stefánsson innsiglaði sigurinn 1 mínútu fyrir leikslok eða þeirri 79. Stefan elti sendingu varnarmanns Skagamanna aftur og pressaði markmanninn af hörku, boltinn barst út í teiginn og Magnús var vakandi og skaut góðu skoti í bláhornið.

FH-ingar hafa byrjað Íslandsmótið vel og hafa nú unnið tvo erfiða leiki gegn KR og ÍA. Strákarnir mættu geysilega einbeittir til leiks og börðust af hörku fyrir hvern annan allan leikinn og uppskáru samkvæmt því.

Næsti leikur bæði A-og B-liðs er gegn Fylki og þar verður ekkert gefið eftir.