Það voru fjögur lið í hverjum riðli og leiknar tvær umferðir. Allir leikmenn fengu því að spila gríðarlega mikið og milli leikja feng menn sér að borða og drekka í veitingasölunni sem mæður í flokknum stjórnuðu á snilldarlegan hátt. Guðný í Krikanum hellti svo uppá Kaffi og fær miklar þakkir fyrir það frá okkur sem komum að mótinu.

Yngra árið byrjaði á að spila fyrst og svo í seinni hollinu kom eldra ár flokksins. Árangur strákanna var góður, undanfarnar helgar hefur verið mikið að gera hjá flokknum og eru framfarir drengjanna mjög miklar og góðar.

Á næstunni er svo 17.júní leikur gegn Haukum og svo er það Akranesmótið fræga á skaganum helgina 23-25 júní.