Daði Lárusson var tæpur fyrir leikinn þar sem hann stífnaði upp í baki í gær en doktor Emil og fleiri hafa væntanlega klappað mjúklega á bakið á honum með þeim afleiðingum að þessa leiks Daða verður seint gleymt. 3 M í mogganum á morgun ættu að vera nokkuð örugg annars er kominn tími til þess að gamli bakvörðurinn Guðmundur Hilmarsson láti til sín heyra á ritstjórnarfundi.

En eins og lesendur eru vonandi búnir að gera sér grein fyrir þá byrjaði Daði í markinu og voru bakverðir Freyr og Gummi Sævars. Ásgeir Gunnar og Ármann Smári voru hafsentar og Davíð og Baldur Bett á miðjunni ásamt Venna Ólafs. Allan Dyring var á toppnum með Atla Viðar og Tryggva sér við hlið.

Leikurinn byrjaði nú ekkert frábærlega. Leikmenn voru greinilega að dreifa fyrir sér á meðan afmælisbarn dagsins, Ingvar Jónsson lét fara vel um sig undir stúkunni í krikanum. Afinn varð 44 ára í dag og var hann í það góðu skapi eftir sigur gegn KR fyrr um daginn að hann bauð ungri dóttur sinni á völlinn. Það hefði hann betur látið ógert því margir menn snéru sig úr hálslið þegar þau feðgin gengu um og var þá ekki verið að horfa á þó myndalegan manninn Ingvar. Annars er Ingvar ekki eini góði maðurinn sem átti afmæli í dag því að Allan Borgvardt hélt líka upp á afmæi sitt þennan fagra sunnudag.

Það var þó á 18 mínútu að FH-ingar skoruðu fyrsta mark leiksins. Baldur Bett þrumaði boltanum óvænt með gamla góða stoðfætinum að marki en Ómar varði vel. Boltinn fór út á væng þar sem frískur Sigurvin Ólafs sendi boltann inná teig. Þar var það miðjumaður Keflvíkinga, Jónas Guðni, sem kom við boltann sem fór hrikalega hátt upp í loftið en endaði í vinklinum hjá marki Keflvíkinga. 1-0 fyrir FH og þannig stóðu leikar í hálfeik.

Keflvíkingar fengu þó vítaspyrnu í hálfleiknum eftir að Freyr var óheppinn að fá boltann í höndina. Daði Lárusson greip þó slaka spyrnu Guðmundar Steinarsson við töluvert mikin fögnuð áhagenda FH-inga.

Stemmningin í tengibyggingunni í hálfleik var ágæt. Menn eru nú orðnir töluvert vanir góðu gengi í Krikanum sem er gott mál. FH liðið hafði spilað ágætlega á köflum í fyrri hálfeiknum og var ekki að gefa mörg færi á sér. Ásgeir Gunnar var traustur og allir miðjumennirnir voru öflugir. Sérstaklega gaman var að sjá Venna mikið í boltanum því þar fer leikmaður með afburðar sendingagetu sem getur skapað góða hluti fyrir liðið. Einu áhyggjurnar voru að Allan Dyring fór meiddur útaf en hann fékk sitt besta færi með FH í fyrri hálfleik en það var bara góður varnarleikur Baldurs í vörn Keflavíkur sem bjargaði því að Allan skoraði sitt fyrsta mark.

Fyrir Allan kom inná Óli Palli og Atli Viðar fór á toppinn. Atli Viðar var mun betri á toppnum en á vængnum og var nokkuð hættulegur í seinni hálfleik. Hann skoraði gott mark á 52. mínútu eftir fína sendingu frá Venna og því var staðan orðin 2-0.

Eftir þessar gleðilegu mínútur hafði maður nú ekki miklar áhyggjur á öðru en að FH liðið myndi taka 3 stig. En því miður kom eitthvað kærusleysi í FH liðið og miðjumenn Keflvíkinga fékk full mikinn tíma til að athafna sig. Þetta leiddi svo til þess að Keflvíkingar jöfnuðu leikinn á 68 mínútu með marki frá Frey Bjarnasyni. Markið minnti óneitanlega á sjálfsmark Keflvíkinga fyrr í leiknum.

Eftir þetta komu bjargvætturinn Atli Guðna og Matti Vill inn í FH liðið. Allt stefndi svo í sigur þangað til að á 94 mínútu að Keflvíkingar fengu vítaspyrnu. Af einhverri ástæðu varð mér hugsað til gamals félaga Ingvars Viktorssonar þegar vítið var dæmt. Sennilega hefur tankurinn verið nánast tómur hjá honum í Heiðmörkinni þegar vítið var dæmt. En það var Daði Lár sem varði víti stórskyttunnar Tóta Kristjáns á eftirminnilegan hátt og efast ég ekki um að Höddi Sveins er búinn að láta Tóló félaga sinn heyra það. Það er mér enn hulin ráðgáta hvernig Keflvíkingar gátu ekki náð frákastinu af vítinu en sem betur fer fyrir okkur FH-inga þá lyktaði leiknum með 2-1 sigri okkar manna. En Ingvari hefur væntanlega létt ein