Um helgina fór fram frjálsíþróttahátíð Gogga Galvaska fyrir
14 ára og yngri á Varmárvelli í Mosfellsbæ. Um 250 börn og unglingar frá 14
félögum kepptu á mótinu en þar af voru 35 FH-ingar.

FH sigarði í heildar stigakeppninni með samanlagt 462 stig,
Breiðablik varð í öðru sæti með 342,5 stig og ÍR varð í þriðja sæti með 330,3.
FH sigraði einnig stigakeppni Pilta (13-14 ára) með 180 stigum og Stráka (11-12
ára) með 138 stigum. Telpurnar (13-14 ára) urðu í þriðja sæti með 74,5 stig og
Stelpurnar (11-12 ára) einnig með 58,5 stig.

Þessi árangur gefur glögga mynd af því góða barna- og
unglingastarfi sem unnið er innan deildarinnar og er ekki hægt að segja annað
en að framtíðin sé björt. Keppendur okkar fóru á pall í flestum greinum og stóðu
saman sem ein heild.

Eitt Íslandsmet var sett í spjótkasti pilta 13 til 14 ára,
það gerði Ásgeir Trausti Einarsson USVH og þeytti 400 gr. spjótinu 60.63 metra
og bætti eigið met í greininni. Níu Goggamet féllu og eitt Goggamet var jafnað.
Síðast en ekki síst tóku margir knáir þátt í fyrsta sinn og sumir bættu sinn
persónulega árangur. Jákvæður andi ríkti meðal keppenda og mótsgesta.

Á myndinni hér er Goggi galvaski ásamt sigurliði FH eftir
mótið á Varmárvelli í gær.