Ítalarnir byðu rólegir áðurinn leikurinn hófst. Þegar leikmenn gengu inná þá fór stemninginn að magnast. Og fyrsta æðið kom þegar Ítalski þjóðsöngurinn var leikinn. Og allir fánarnir á Circus Maximus fóru upp. Þá fann maður spennuna sem var í loftinu. Leikurinn byrjaði líka fjörlega. Stax á 7 mínútu var dæmd vítaspyrna á Ítali og það kom hljóð á manskapinn. Zidane fór á vítapunktinn. Það voru nokkrir sem fögnuðu þegar menn héldu að það hefði ekki verið mark og fólk tók undir en gleðin var fljót að fjúka þegar menn áttuðu sig á að Frakkar höfðu skorað. Þá rifjaðist upp síðasti leikur Frakka sem einmitt vanst á einni vítaspyrnu. En áfram hélt leikurinn og menn horfðu rólegir og spentir á.

Það ætlaði allt um koll að keyra þegar Marco Materazzi jafnaði á 19 mín Þetta var það besta sem gat komið fyrir leikinn núna þurftu bæði líð að sækja. Og fólkið á Circus Maximus tók vel undir. Þarna var komin spenna aftur.
 

Seinni hálfleikur fór rólega af stað og það fór um nokkra ítali sem sáu að Frakkar voru ívið betri en það ætlaði allt um koll að keyra þegar Vincenzo laquinta skallaði í markið en var dæmdur rangstæður. Þarna héldu margir að Ítalía væri orðin heimsmeistarar og fólk var enn að fagna þótt leikurinn væri farinn af stað aftur. Jafnt eftir venjulegan leiktíma.

Enn kom Marco Materazzi markaskorari Ítala við sögu þegar Zidane skallaði hann.

Það voru nokkrir sem öskruðu “Bastardo” og biðu eftirhvað Elizondo dómari gerði. Það var svo blönduð tilfynning þegar hann fékk rauða spjaldið sumir fögnuðu aðrir voru nú ekki allveg til í að fagna.þótt menn glödust yfir því að vera einum fleirri og aðalvítaskytta Frakka farinn af leikvelli. Jafnt eftir framlengingu og spennan á Circus Maximus að magnast enn frekar.

Allir voru staðnir upp áður en vítaspyrnukeppnin hófst. Vitandi það að allt gæti gerst. Það voru ekki smá fagnaðarlæti á Circus Maximus þegar Trezequet brendi af, en hann var hetja frakka í evrópukeppninni árið 2000 í úrslitaleik frakka og Ítala. Nú kom svona spenna þegar síðasta spyrna Ítala. Skyldi Frakkinn verja eða tekst Ítölum að tryggja sér Heimsmeistara titilinn?

Og það var mark og eins og Ítölsku leikmennirnir fögnuðu þá varð allt vitlaust við Circus Maximus. Allir fánarnir á loft og loftlúðrar þeitir. Þarna byrjaði líka flugeldasýning og blys og bara nefnaþað þvílík læti voru þarna og tilfiningar í loftinu. Maður faðmaði heilan hóp af Ítölum, Og þvílík stemning þegar Cannavaro lyfti styttunni eftirsóttu.

Á eftir fögnuðu Ítalarnir á sinn vanalega hátt. Ég held að allir bílar og mótorhjól í Róm hafi verið komnir á götuna og stefnt að miðbænum. Flautan og Fáninn voru notuð óspart. Enda sá maður bara Raut, Hvít og Grænt fyrir utan Bláu bolinna (og nokkra í bleikum).

Þvílík kvöldstund.

Þetta er Árni Björn Ómarsson sem skrifar frá Róm.