Jú, mikið rétt. Nú er Júlí genginn í garð og það þýðir að ungir handknattleiksmenn frá öllum heimshornum eru komnir til Svíþjóðar til þess að taka þátt í Partille Cup, einu stærsta handknattleiksmóti heims. Fyrir utan handboltaveisluna eru Partilleferðirnar ein allsherjar skemmtun, með diskóum, skemmtigarðsferðum o.fl.

FH-ingar eiga að sjálfsögðu fulltrúa í Svíþjóð og eru þeir heldur margir þetta árið, en það eru  3. og 4. flokkur karla, ásamt 4. flokki kvenna.

Strákarnir hafa farið vel af stað og unnið alla sína leiki, en þess ber að geta að 4. flokkur karla teflir fram tveimur liðum, yngra og eldra ári, á meðan stelpurnar töpuðu sínum fyrsta leik í dag.

Hægt er að fylgjast með framgangi mála á eftirfarandi netslóðum:

Bloggsíða 3. og 4. flokks karla

3. fl.ka.:

4.fl.ka. – Eldra ár:

4.fl.ka. – Yngra ár:

4.fl.kv.:

Áfram FH!