Það er óhætt að segja að hið unga lið FH hafi sýnt allar sýnar bestu hliðar á Reykjavíkur mótinu á föstudagskvöld. Liðið mætti þá Íslandsmeisturum Fram í Austurbergi. Það er skemmst frá því að segja að FH liðið létt stjörnumprýtt Framlið hafa fyrir hlutunum. Staðan í hálfleik var jöfn 10-10 eftir að FH hafði leitt undir lok fyrrihálfleiks. Um miðjan síðari hálfleik tóku þó Framarar við sér og tryggðu sér sigur að lokum 19-16. Frammistaðan er athyglisverð vegna þess að í FH liðið vantaði þrjá lykillmenn þá Daníel Berg, Jón Helga og Aron.

Ungu strákarnir áttu stórleik, Guðjón Helgason, Ólafur Heimisson og Bjarni Aron sem allir voru í 3.flokki í vetur áttu stjörnuleik ásamt því að hinir “eldri” drógu vagninn. Þá átti Hilmar Guðmundsson stórleik í markinu. Frábær frammistaða hjá stráknunum.

Markvarsla

Hilmar 14 skot

Markaskor

Bjarni Aron 4 mörk

Guðjón 3 mörk

Heiðar 3 mörk

Valur 2 mörk

Ólafur 2 mörk

Ari 1 mark

Tómas 1 mark