Lið FH:
Daði
Gummi
Ármann Smári
Tommy Nielsen
Hermann Albertsson (Baldur Bett 33.)
Dennis Siim
Sigurvin Ólafsson
Ásgeir Gunnar Ásgeirsson
Tryggvi Guðmundsson
Ólafur Páll Snorrason (Matthías Vilhjálmsson 82.)
Andre Lindbaek

Fylkismenn byrjuðu betur og fengu tvö góð færi eftir kæruleysislegar sendingar í FH vörninni. Það var þó Tryggvi Guðmundsson sem skoraði fyrsta mark leiksins. Dennis Siim átti glæsilega sendingu á Norðmanninn Lindbaek sem skallaði boltann niður til Tryggva sem afgreiddi boltann snyrtilega í netið.

Fylkismenn voru þó fljótir að jafna þegar Daði Lárusson sló boltann í eigið mark eftir hornspyrnu Fylkismanna. Daði vildi meina að brotið hefði verið á sér en markið stóð.

Leikurinn var afar fjörlegur og hressilega tekist á. Tryggvi náði aftur forystunni fyrir FH á 25. mínútu þegar hann batt endahnút á vel útfærða skyndisókn.

FH-ingar voru sterkari aðilinn til loka hálfleiks og staðan 2-1 í leikhléi.

Í upphafi seinni hálfleiks fékk Lindbaek upplagt færi en Fjalar í Fylkismarkinu lokaði vel. FH-ingar virtust ætla að láta kné fylgja kviði en Páll Einarsson jafnaði leikinn fyrir Fylki eftir atgang í vítateig FH. Greinilega rétt skæddur að þessu sinni!

Eftir markið minnkaði hraðinn í leiknum nokkuð. Hvorugu liðinu tókst að skapa sér afgerandi færi og ekki bætti úr skáka fyrir heimamenn að Guðmundur Sævarsson fékk sinn annað gula spjald og þar með það rauða um 5 mínútum fyrir leikslok. Úrslitin því 2-2 jafntefli sem verður að teljast nokkuð sanngjörn niðurstaða.

Það er greinilegt að bæði Lindbaek og Dennis Siim styrkja FH-liðið talsvert enda hefur það orðið fyrir miklum skakkaföllum.

Tryggvi kláraði sín færi frábærlega, Dennis Siim átti góðan leik en maður leiksins var þó Sigurvin Ólafsson sem lék frábærlega en mætti skjóta meira.