Keppnin er bæði einstaklings og stigakeppni. Keppt er um stigabikara í öllum aldursflokkum beggja kynja (12 ára, 13 ára og 14 ára) og í heildastigakeppni allra flokka, þar sem 10. stig fást fyrir 1. sæti, 9. stig fyrir annað sæti o.s.frv. niður í 1. stig fyrir 10. sæti í hverri grein.

Hægt verður að skoða leikskrá mótsins á mótaforriti á heimasíðu FRÍ, fri.is, en þar verða úrslit einnig sett inn um leið og keppni er lokið í einstökum keppnisgreinum. Það er frjálsíþróttaráð UMSS sem sér um framkvæmd mótsins um helgina.