Þótt allir hafi verið svektir með úrslit leiksins þá má segja að FH hafi hitt ofjarla sína í gærkvöld. Legia var mun sterkari aðilinn í leiknum allann tímann. Eða eins og Óli Jó orðaði þetta við strákana eftir leik „Ég er stoltur af ykkur þið börðust vel allann leikinn og þótt við höfum tappað þá var þetta mikil reynsla sem leggst inn í reynslubankann.“
 
En að leiknum. Það var flott umgjörð í
kringum leikinn há Legia mönnum. Um 8.000 manns voru á vellinum og sungu látlaust allan tímann. Þótt Legia hafi byrjað betur þá áttu okkar menn nokkra góða kafla. Að vísu vöknuðu FH-ingar ekki fyrr en eftir svona um 15 mínútná leik en við sem vorum í stúkkunni vorum að vona að við næðum að halda jöfnu í hálfleik. Það gekk ekki eftir því Legia skoraði rétt fyrir leikhlé. Þrátt fyrir úrslitin voru menn ánægðir með leik FH liðsins.
 
Í dag verður síðan haldið til Köben en þar hafa menn næstum allan daginn fyrir sig á Strikinu, og svo verður flogið heim í kvöld.