2. flokkur karla hóf tímabilið með heimaleik í kvöld gegn fyrnasterku
liði ÍR-inga. Bæði lið eru að stórum hluta skipuð leikmönnum
meistaraflokka félaganna sem hófu leik fyrr í vikunni, en þá unnu
ÍR-ingar Hauka nokkuð sannfærandi, á meðan FH tapaði gegn Aftureldingu.
Leikurinn í kvöld var frábær skemmtun í alla staði. FH-ingar náðu
frumkvæðinu snemma leiks og héldu því nánast út allan leikinn. Um miðjan
síðari hálfleik kom þó hinn frægi „slæmi kafli“ og ÍR-ingar söxuðu heldur grimmt á, en á tímabili voru þeir orðnir sex,
gegn þremur FH-ingum. En eftir mikla baráttu héldu heimamenn haus og
fóru að lokum með sigur að hólmi, 32-27.

Það er vonandi að þessi sigur setji tóninn fyrir veturinn hjá
strákunum, en þrátt fyrir að vera í gríðarlega sterkum riðli, sem m.a.
inniheldur ÍR, Val og Aftureldingu, er stefnan sett hátt í ár. Það er
orðið alltof langt síðan 2. flokkurinn kom sér inn í úrslitakeppnina,
en í ár er liðið að mestu skipað sömu leikmönnum og í fyrra, og það
sást ágætlega á köflum í kvöld, en liðið var að ná mjög vel saman. Ef
taka ætti einhverja út, mætti nefna stórskyttuna Kristmann „Manna“ Dagsson, sem
smellti 9 mörkum í kvöld og línutröllið Teódór Inga Pálmason, sem setti
7. Þá átti Ólafur Björn Magnússon stórgóða innkomu í markið.

Listi með markaskorurum kemur inn á allra næstu dögum…


Áfram FH!