Nafn:

Hafdís Inga Hinriksdóttir        

Fæðingarstaður:
Reykjavík held ég.

Fæðingar ár:
1981

Hvernær byrjaðir þú að halda með FH?
Eftir að Hirti bróður tókst að snúa mér úr því að vera harður FRAM aðdáandi þegar ég var svona 4 ára. Pabba hafði tekist að heilaþvo mig og gekk ég um í FRAM treyjum. En Hjörri sá til þess að ég sá ljósið. Ætli ég hafi ekki verið svona 5 ára þegar það gerðist. Spáiði í það, 5 ár sem FRAMari, að maður skuli segja frá þessu.

Hver var fyrsti leikur sem þú mannst eftir að hafa sérð með FH?
Sennilega FH-Stjarnan í bikarnum (eða var það kannski ísl. Mótið). Ég man bara að það var brjáluð stemning fyrir þann leik. Menn keyrðu um bæinn, og í Garðabæinn á bíl sem var með kalltækjum uppá þakinu, og öskruðu allann fjandann í þau. Mig svona rámar í þetta, man ekki hvað ég var gömul.

Útaf hverju FH?
Það lá alltaf bara beint við, allir vinirnir í FH, bræður mínir í FH og mamma náttúrulega gamall FHingur. Svo var Stjáni Ara náttúrulega goðið, þó svo að Alfreð hafi verið goðið mitt númer 1, en ekki nennti maður í KA.

Titlar og viðurkenningar (sem þú mannst eftir)?
Margir, margir í yngriflokkum. Ég man sérstaklega eftir því þegar við unnum Víking í bráðabana í 2 flokki í bikarnum. Ég var að spila svolítið upp fyrir mig, Hrabba var þá í 2 flokk. Og það var lítið eftir af bráðabananum og einhverra hluta vegna stökk ég upp, skaut og skoraði. Ég sá boltann aldrei fara inn, en man bara að allt í einu stukku allir á mig og ég var rifin niður í gólfið, þvílík fagnaðarlæti. Það er skemmtileg minning. Svo er mér líka minnisstætt þegar að við unnum allt sem hægt var að vinna í 3 flokk. Það var árið sem Viðar Símonarson var dæmdur í bann og Slavko mafioso tók við okkur. Ég missti af öllum titlunum því að það hafði verið brotið illa á mér í hraðaupphlaupi og ég úlnliðsbrotnaði. Frekkar svekkjandi að sitja á bekknum og horfa á stelpurnar rústa öllu.

Hefur þú leikið með FH, þá hvað, hvenær, með hverjum og í hverju?
Já ég hef leikið handbolta með FH í 20 ár, já eða næstum því. Ég byrjaði að æfa hjá Gyðu og Erlingi þegar ég var 5 ára gömul. Fór svo 1 ár til Danmerkur í atvinnumennsku, 3 ár í Val og er núna komin aftur heim.

Áhugamál utan boltanns?
Þau eru rosalega mörg, mér finnst æði að fara í ferðalög, erlendis sem og hér heima, fara á tónleika, leika við dóttur mína, alls konar tónlist, hanga með vinum mínum, svo elska ég make up og útskrifast sem förðunarfræðingur í okt. Ég gæti haldið áfram í allann dag en ætla að láta staðar numið núna.

Hverjir eru helstu kostir FH?
Helstu kostir FH finnst mér vera hversu heitir Fhingar eru. Fhingum þykir rosalega vænt um félagið sitt og vilja margir gera hvað sem er fyrir klúbbinn. FH hjartað slær ótt og títt.

Hverjir eru helstu gallar FH?
Persónulega finnst mér hægt að bæta rosalega margt hjá FH. T.d. öll umgjörð, mér finnst samstaðan á milli deilda meiga vera meiri, hún er náttúrulega bara djók í dag. Félagslífið mætti vera meira, mæting á leiki mætti vera betri, fjármálin mættu vera í betri stöðu. En þetta er allt á uppleið. Við þurfum bara öll að vinna saman.

Eftirlætislið í enska boltanum?
Jésúss, segjum bara Man. Untd. Svo að ég verði nú ekki drepin af pabba og Hirti. Annars gæti mér ekki verið meira sama, get ekki sagt að ég hafi gaman af Enska.

Ef